26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í B-deild Alþingistíðinda. (411)

45. mál, bann á flutningi varnings sem sýkingarhætta getur stafað af

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg býst ekki við, að það þurfi að hafa langan formála með þessu frv. Það er ljóst og einfalt. Jeg vona, að hv. deildarmenn sjái, hve nauðsynlegt það er fyrir stjórnina að hafa slíka heimild. Má vera, að stjórnin geti gert það án laga, en vissara tel jeg, að hún hafi þessa lagaheimild. Jeg álít ekki nauðsynlegt að setja frv. í nefnd, því það hefir verið í nefnd í hv. Ed. Jeg vona, að málið fái fljótt fram að ganga, og verði að lögum á þessu þingi.