25.02.1920
Neðri deild: 12. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 309 í B-deild Alþingistíðinda. (491)

29. mál, bann innflutnings á óþörfum varningi

Jakob Möller:

Eins og jeg tók fram við síðustu umr. þessa máls, þá var jeg með frv. af sparnaðarástæðum. En mjer virðist hv. fjárhagsnefnd síðan hafa sveigt meira inn á þá braut að reyna að afla ríkissjóði tekna en að láta almenning spara. Afstaða hennar til stimpilgjaldsfrv. bendir i þá átt. Jeg vil því skjóta þeirri spurningu til nefndarinnar, hvort hún vilji nú ekki taka þetta frv. aftur.