25.02.1920
Neðri deild: 12. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í B-deild Alþingistíðinda. (493)

29. mál, bann innflutnings á óþörfum varningi

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg stend upp til að segja háttv. 2. þm. Reykv. (Jak. M.), að jeg sje ekki ástæðu til að bera það undir nefndina að taka frv. aftur. Jeg hefi aldrei búist við miklum tekjum í ríkissjóð af þessum óþarfavörum, heldur nauðsynjavörunum, og þess vegna vildi jeg ekki fella þær undan. Jeg vil banna innflutning á óþarfa til þess að spara fje, og verði það gert, er ekki hægt að undanþiggja nauðsynjavörur aðflutningsgjaldi, því hvaðan ættu annars nægar tekjur að koma?