26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 351 í B-deild Alþingistíðinda. (653)

34. mál, notkun bifreiða

Magnús Kristjánsson:

Jeg álít þýðingarlaust að ræða þetta mál, býst við, að það nái fram að ganga án mótmæla. Ed. hefir fallist á það. Frv. fer ekki fram á annað en að stjórninni veitist heimild til að veita undanþágu frá þeim skilyrðum, sem útheimtast til að stjórna bifreiðum. Margir einstakir menn eignast bifreiðar sjer til gagns og gamans, og það getur verið mjög bagalegt fyrir þá, ef þeir geta ekki notað einhvern heimamanna sinna til að stjórna þeim. Ef til vill eru þá ekki fáanlegir menn, sem uppfylla skilyrðin. Það hlýtur að vera öllum ljóst, að þó undanþága þessi sje leyfð, þá getur varla tjón af henni hlotist, því hver unglingur, sem prófi hefir náð, ætti að vera fær um að stýra bifreið. Jeg vona, að hv. deild telji það ekki hættulegt, þótt þessi undanþága verði veitt.