17.02.1920
Efri deild: 5. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 460 í B-deild Alþingistíðinda. (809)

24. mál, varnir gegn spönsku innflúensusýkinni

Sigurður Stefánsson:

Eftir skýrslu hæstv. forsætisráðh. (J. M.) er ekki ugglaust um, að spanska veikin sje komin hingað til Reykjavíkur. Nú er svo háttað, að Lagarfoss er nýlagður af stað hjeðan til Ísafjarðar. Vil jeg því spyrja, hvort ekki eigi að beita hinum sömu ráðstöfunum gagnvart þeim kaupstað og stjórnin vill láta gera, og varna því, að nokkur fari á land?