17.02.1920
Efri deild: 5. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í B-deild Alþingistíðinda. (815)

24. mál, varnir gegn spönsku innflúensusýkinni

Þorleifur Guðmundsson:

Það hefir verið mikið um það rætt, hve mikil hætta sje á því, að spanska veikin berist hingað, og á hvern hátt. En það er einn möguleiki til, sem ekki hefir verið athugaður, sem jeg vildi minnast á.

Skip lenda í illum veðrum og hrekjast á land. Mennirnir komast við illan leik, hálfdauða eða dauðvona, til lands. Hvað á þá að gera við þá? Mannkærleikurinn segir okkur að taka við mönnunum og hlúa að þeim, en varnarráðstafanirnar banna okkur það. Jeg minnist á þetta af því að jeg bý á þeim stað, er það kemur oft fyrir. Hvað á þá að gera, er 300–400 manns koma ofan í fjöruna til að taka á móti mönnunum?

Stjórnin ætti að taka þetta til athugunar. Mjer finst nauðsynlegt að skipa sjerstakan lækni á slíkum stöðum.