28.02.1920
Sameinað þing: 6. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í B-deild Alþingistíðinda. (835)

58. mál, endurskoðun kosningalaganna og kjördæmaskipun

Forsætisráðherra (J. M.):

Mjer er ekki ljett um að svara þessari fyrirspurn. Eflaust eru mjög miklir örðugleikar á almennri endurskoðun kjördæmaskiftingarinnar. Einasta rjettlát og hagkvæm breyting, sem jeg get hugsað mjer í fljótu bragði, væri skifting landsins í fá stór kjördæmi eftir mannfjölda, og hlutfallskosning innan hvers kjördæmis. En það færi í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar.

Ef hið háa Alþingi samþykkir áskorun til stjórnarinnar að koma fram með frv. um nýja kjördæmaskifting alment, mun stjórnin reyna að verða við þeirri áskorun.