26.02.1920
Neðri deild: 15. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í C-deild Alþingistíðinda. (857)

48. mál, laun embættismanna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg tók ekki ræðu hv. frsm. (M. P.) þannig, að hann beindist að stjórninni með ásökun um hlutdrægni. En í síðari ræðu sinni mintist hann á misskilning hjá stjórninni, hvað úrskurðinn snerti.

En það efast jeg um, að aðrir sjeu færari til þess að skýra lög en þeir, sem hafa haft þessi mál til meðferðar.

En hver hafi verið meining launamálanefndar síðasta þings, hvort hún hafi til annars ætlast, það skal jeg ekki deila um. En hinu held jeg fram, að skýringin hafi verið rjett eftir lögunum.