18.02.1920
Neðri deild: 6. fundur, 32. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í C-deild Alþingistíðinda. (875)

15. mál, biskupskosning

Gunnar Sigurðsson:

Jeg held fast við dagskrána, og einkum er háttv. flm. (S. St.) hefir lýst yfir því, að sjer sje ekki kappsmál, að málið nái fram að ganga á þessu þingi. Jeg sje heldur ekki neitt því til fyrirstöðu, að prestastefnan og aðrir prestafundir geti látið í ljós álit sitt á málinu, þar sem því hefir nú verið hreyft á Alþingi, og gæti hv. flm. (S. St.) stutt að því engu að síður, þótt málinu væri frestað til næsta reglulegs Alþingis. Annars legg jeg ekki mikið upp úr áliti prestafunda um þetta mál, þar sem jeg tel víst, að allir prestar verða málinu hlyntir.