03.05.1921
Efri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í B-deild Alþingistíðinda. (1011)

20. mál, afstaða foreldra til skilgetinna barna

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg vona, að háttv. þdm. hafi kynt sjer nál., og mun jeg því ekki endurtaka það, sem þar stendur, og yfirleitt ekki halda neina ræðu.

Nefndin hefir aðeins gert eina efnisbreytingu á frv., en margar orðabreytingar, sem nefndin að sjálfsögðu telur til bóta, en gerir þó ekki að miklu kappsmáli. Jeg vil leyfa mjer að vekja athygli á því, að ein brtt. hefir fallið úr á þskj. 438. Hún átti að vera við 11. gr., til samræmis við þær breytingar, sem nefndin leggur til að gerðar verði á 10. gr. Brtt. er sú, að fyrir „börnin“ í 1. málsgr. 11. gr. komi „þau“. Vona jeg, að hæstv. forseti sjái sjer fært að leiðrjetta þetta í atkvgr. Fleira hygg jeg, að jeg þurfi ekki að taka fram.