11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1010 í B-deild Alþingistíðinda. (1106)

3. mál, fasteignaskattur

Jón Þorláksson:

Jeg sný ekki aftur með þá skoðun, sem jeg þegar hefi lýst. Ef jeg skil hæstv. fjrh. (M. G.) rjett, þá hafa 3 af 5 yfirmatsmönnum, er sæti eiga í Ed., haft þau ummæli, að matið myndi verða svo rangt, að með tilliti til þess þyrfti að setja sjerstakt ákvæði í lögin. En þá var það bein skylda hæstv. stjórnar að heimta af yfirmatsmönnunum, að þeir leiðrjettu matið, því að til þess eru þeir skipaðir.