19.05.1921
Efri deild: 73. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1406 í B-deild Alþingistíðinda. (1321)

41. mál, fjárlög 1922

Frsm. fjhn. (Sigurður Eggerz):

Fjhn. Nd. hefir gert nokkrar breytingar við tekjuhlið fjárlaganna. Eftirfarandi tekjuliði hefir nefndin hækkað:

Tekju- og eignarskatt.. um 50 þús. kr.

Vitagjald — 40 — —

Áfengistoll — 50 — —

Tóbakstoll — 100 — —

Vörutoll ... — 200 — —

Símatekjur ....— 200 — —

Tóbakseinkasölu — 150 — —

Samtals 790 þús. kr.

Aftur hefir nefndin lækkað:

Fasteignaskatt um 60 þús. kr.

Tekjur af skipum (numið burt) — 350 — —

Samtals 410 þús. kr.

Samkvæmt þessu verður hin raunverulega hækkun 380 þús. kr. og hallinn á fjárlögunum verður nær 2 milj.

Vitanlega verða tekjurnar hinar sömu, hvernig sem áætlunin er úr garði gerð, svo að þess vegna hefir þetta eigi mikla þýðingu. En jeg hygg, að hollast hefði verið að halda sjer við gömlu áætlunina, og þá reglu, sem ávalt hefir verið fylgt, að hafa heldur vaðið fyrir neðan sig með tekjuáætlunina. Með hækkuninni í háttv. Nd. er verið að breiða fíkjublað yfir tekjuhallann.