18.05.1921
Efri deild: 72. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1500 í B-deild Alþingistíðinda. (1382)

7. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Karl Einarsson:

Það er aðeins örstutt aths. Jeg verð að telja það rjetta stefnu að leggja tiltölulega hærri skatt á hlutafjelög en einstaka menn, en þó vildi jeg gefa mönnum tíma til að athuga, hversu mikill sá munur er, áður en frv. gengur fram. Það, sem jeg hefi annars sjerstaklega að setja út á þetta frv., er það, að það gefur minni tekjur en hitt frv., samanborið við ókosti þess. Jeg á hinsvegar bágt með að sjá, að endilega þurfi að samþ. þetta nú, þótt búið sje að afgr. fasteignaskattsfrv. Sje jeg ekki í hverju það ætti að liggja, að svo náið samband sje þar á milli. Fasteignaskatturinn kæmi þá að nokkru fyrir húsaskattinn, en tekjuskattur, eignarskattur og skattar á afnotum og ábúð jarða ásamt lausafjárskatti hjeldist.