29.03.1921
Neðri deild: 29. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1692 í B-deild Alþingistíðinda. (1713)

78. mál, sala á landspildu

Jón Þorláksson:

Jeg stend aðeins upp til þess, að ummæli háttv. samþm. míns, 2. þm. Reykv. (J. B.), standi ekki ein og ómótmælt. Jeg tel best, að sem mest af þessum lendum komist í ræktun, en reynslan hefir hins vegar sýnt það, að eftir því sem hagar til á þessu landi, verða litlar framkvæmdir í þeim efnum, nema frá einstaklingunum, og þá langhelst á blettum, sem eru eign einstakra manna. Þess vegna tel jeg rangt að setja nokkur þau ákvæði, sem hindrað geti slíkar framkvæmdir, hvort sem þær koma frá einstaklingunum eða annarsstaðar að, um ræktun landsins í framtíðinni.