12.05.1921
Neðri deild: 68. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 1962 í B-deild Alþingistíðinda. (2117)

54. mál, sala á prestsmötu

Frsm. (Pjetur Ottesen):

Háttv. Ed. er búin að hafa mál þetta mjög lengi hjá sjer, og mun það lengst af tímanum hafa legið í allsherjarnefnd þeirrar deildar. Allshn. kom loks fram með tvær brtt. við frv., og hefir sú háttv. deild fallist á þær. Brtt. þessar spilla frv. að vísu allmikið, og hefði verið æskilegt að fella aftur niður þessar breytingar Ed. og setja frv. í sama horf og það fór hjeðan úr deildinni. En þar sem hinn mikli dráttur á afgreiðslu málsins í Ed. veldur því, að tíminn er orðinn svo naumur, að það gæti ef til vill orðið til þess, að málið strandaði, að breyta frv., en hins vegar er talsverð bót í því, eins og það er, svo allshn. vill leggja til, að það verði samþ., þrátt fyrir limlestingu háttv. Ed. á því.