11.05.1921
Efri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2009 í B-deild Alþingistíðinda. (2197)

91. mál, fátækralög

Karl Einarsson:

Jeg held, að hv. frsm. (S. E.) hafi eigi ennþá skilið það, sem beiðst er skýringar á. Jeg skal taka sem dæmi, að ef eitt sveitarfjelag á 4 sjúklinga á sjúkrahúsi í einu, og aftur á sama ári 4 sjúklinga. Ber því þá styrkur fyrir þessa 8 sjúklinga, eða aðeins fyrir 4 þeirra?