29.03.1921
Efri deild: 29. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (221)

34. mál, landsreikningar 1918 og 1919

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Það, sem jeg sagði viðvíkjandi því, að fært yrði niður verðið á skipunum, þá var það að eins til athugunar fyrir hæstv. stjórn eftirleiðis. En hvað greinargerð viðvíkur fyrir landsversluninni, þá var það ekki meiningin, að hún kæmi fram sem trygging fyrir rjettri reikningsfærslu, til viðbótar við sjálfsagða endurskoðun, heldur til hægðarauka fyrir þingmenn, sem vilja gera sjer ástand hennar ljóst.

Að því er kemur til athugasemdar hv. 2. landsk. þm. (S. E.), þá skal jeg kannast við það, að það voru ekki nein samtök eða atkvæðagreiðslur um þetta í nefndinni, en bæði jeg og fleiri í nefndinni litu svo á, að heppilegra væri að hafa það eins og jeg hefi nú þegar bent á.