22.04.1921
Neðri deild: 49. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2237 í B-deild Alþingistíðinda. (2376)

111. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Fjárhagsnefnd flytur frv. þetta eftir tilmælum stjórnarinnar. Það er fram komið vegna þess, að lausafjártíund fellur niður við fasteignaskattinn, en hún hefir verið grundvöllur niðurjöfnunar. Það er auðsætt, að eitthvað verður að koma í staðinn, og gefur frv. grundvöll til niðurjöfnunar, og verður hann svipaður því, sem nú er, eins og sjá má í ástæðum fyrir frv. Jeg sje ekki ástæðu til að rekja það hjer, vona, að menn hafi áttað sig á því og taki frv. vel.