21.03.1921
Neðri deild: 28. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í C-deild Alþingistíðinda. (2727)

61. mál, skipting Ísafjarðarprestakalls

Gunnar Sigurðsson:

Hv. þm. Borgf. (P. O.) kvað mig koma fram sem sáttasemjara í þessu máli, en taldi það brjóta í bág við fyrri framkomu mína hjer á þinginu, en slíkt er alls ekki, og er til þess því að svara, að jeg kem aðeins fram til sátta þar sem slíkt á við. Jeg vildi t. d. ekki taka að mjer sáttasemjarastarf milli hæstv. stjórnar og háttv. þm. Borgf. (P. O.), þar sem hv. þm. (P. O.) er andstæður stjórninni í öllum aðalmálum; en skyldi nú ekki það undur verða, að þar yrði sátt?