08.04.1921
Neðri deild: 38. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 560 í C-deild Alþingistíðinda. (3188)

102. mál, bann á innflutningi á óþörfum varningi

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg gaf í skyn, að fara þyrfti lengra en reglugerðin nær, því síst er fyrir að synja, að kringumstæðurnar geti ekki orðið þær, að takmarka yrði fleiri vörur, og þurfa menn því ekki að kippa sjer upp við það, þó fleiri vörur verði nefndur óþarfi, þegar svo er komið. Það var þetta, sem jeg vildi taka fram, svo þm. sæju, hvað fyrir mjer vakir. Það geta líka orðið stjórnarskifti, og ekkert sennilegra, svo jeg vildi ekki taka fram fyrir hendurnar á þeirri stjórn, sem kann að koma. Hún getur þá ráðið, hvað hún gerir. Eins og útlitið er, verður ekki farið lengra. Það þing, sem í fyrra samþykti þessi lög, ræður nú, hvað það gerir við þau.