13.05.1921
Neðri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í C-deild Alþingistíðinda. (3298)

136. mál, seðlaútgáfuréttur o. fl.

Flm. (Magnús Kristjánsson):

Jeg get ekki sætt mig við þá aðferð, sem hæstv. fjármálaráðherra (M. G.) stakk upp á. Þessi hv. deild á fullkomlega rjett á því að gera ákvarðanir í þessu máli, og mjer finst það sanngjarnt, að þetta frv. fái að sigla svo langt, sem byr leyfir. Töfin við það verður lítil. Það er svo sem auðvitað, að ef gerðar verða hjer breytingar á Ed.frv., þá verður því illa tekið í Ed. Kemur það þá aftur hingað. Vinst þá enginn tími, hvor aðferðin sem tekin er, og er þá ekkert við þetta unnið. Jeg verð að endurtaka ósk mína um það, að hinu málinu verði frestað, þar til útsjeð er um forlög þessa frv.