18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (339)

38. mál, verslun með tilbúinn áburð og kjarnfóður

Gunnar Sigurðsson:

Þetta er að eins örstutt athugasemd.

Það er alveg meiningarlaust að láta fyrirmæli þessara laga gilda jafnt um þá, er versla í mjög stórum stíl, og hina, þar sem að eins hönd selur hendi.

Viðvíkjandi sektunum, þá get jeg þar ekki verið sammála hv. 2. þm. Húnv. (Þór. J.) Þær eru mjög sanngjarnar við þá, sem mikið versla, en ekki við hina.

Annars virðist mjer alt vera að ganga í það horf, að breytingar verði á frv. fyrir 3. umr., og þá svo frá því gengið, að allir muni geta felt sig við það.