20.05.1921
Neðri deild: 75. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 331 í D-deild Alþingistíðinda. (3691)

139. mál, vaxtakjör landbúnaðarlána

Flm. (Eiríkur Einarsson):

Það hittist nú svo á, að Alþingi hefir þessa dagana samþykt lög um ríkisveðbanka á Íslandi, er á að hafa það verkefni, að veita hagfeldari fasteignalán en nú er kostur á, og á landbúnaðurinn fyrst og fremst að verða þessa aðnjótandi. Einhverjum kynni því í fljótu bragði að þykja till. minni ofaukið, er á þennan hátt hefir verið ráðin bót á lánskjörum landbúnaðarins, og að það sje frekja og ósanngirni að láta það ekki nægja. En slíkt væri misskilningur. Þótt mönnum megi vera fagnaðarefni að ríkisveðbankafrv. náði fram að ganga, og hægt sje að gera sjer góðar vonir um þá stofnun, getur þó engum dulist, að bankanum verður ekki hægt að afla þess starfsfjár og verða svo öflugur nú á fyrstu árunum, að hann geti á nokkum veg fullnægt lántökuþörf bænda, jafnmikil og hún er, og með þeim skuldum, er á þeim hvíla nú í mörgum hjeruðum landsins. Að ætla slíkt, væri alveg ofætlun og enda fjarstæða. Auk þess er vitanlega á það að líta, að veðbankinn tekur einungis til fasteignatrygginga, en þarfir bænda, þótt ekki væri nema leiguliðanna, verða ekki allar trygðar með fasteignum.

Þá kynnu og einhverjir, þótt hlyntir væru tillögu minni, að telja það álitamál, hvort hægt sje að breyta vaxtakjörum, eins og hjer er gefin bending um. Hvort bankarnir sjeu ekki þeim skorðum bundnir og óljós takmörk milli lána til landbúnaðar og annars, að ómögulegt sje að gera þar upp á milli. En þetta á ekki að vera neinn ógerningur. Bankarnir hækka og lækka vexti eins og þeim þykir ástæða til, og það er ekkert, sem varnar þeim he1dur að breyta vaxtakjörum ákveðinna lánaflokka, eða lána, er veitt eru í sjerstöku skyni. Í þessu efni hefir 1öggjöfin sjerstakar varnarreglur fyrir lántakendur, bann við okri, en ekkert ákvæði, er hindri umbæturnar. Í tillögu minni er lögð áhersla á, að bændur njóti bættra kjara, þegar þeir geta boðið fasteignaveð; er alveg skýlaust, hvaða lán yrði þar um að ræða. Ábyrgðarlán bænda, svo sem til 1eigu1iðaþarfa, yrði og tiltölulega auðvelt að færa í flokk sjer með gætni og góðum vi1ja. Það væri að minsta kosti ómaksins vert, að bönkunum yrði fengið til athugunar, hve langt þessi aðgreining gæti náð.

Spurningu hæstv. fjrh. (M. G.) um það, hvort jeg álíti, að stjórnin geti skipað bönkunum að breyta vöxtum, er í rauninni svarað með því, er jeg hefi hjer tekið fram. En eins og hann telst spyrja hreint og beint að þessu og heimtar skýrt svar, get jeg sagt honum það í fáum orðum, að í tillögu minni ræðir ekki um neina skipun, heldur að stjórnin hlutist til um, eða komi því til leiðar, að landbúnaðarlánakjör verði bætt eftir því, sem farið er fram á. Þetta á að vera innan handar fyrir stjórnina að gera, af því að krafan er rjettlát, og það er stjórnin ein, sem hefir íhlutunarrjett fyrir hönd almennings til að færa þetta í lag. Þar er yfirstjórn bankanna beggja, og á stjórnin að gæta þess, að þeir fari sanngjarnlega að ráði sínu. Hagi vöxtum eftir tryggingum og ekki síst, að þeir beiti bændastjett landsins ekki ósanngirni. Þetta á engu síður við um Íslandsbanka, prívatstofnunina friðhelgu, sem ráðherrann (M. G.) virðist ekki muna, að á að haldast til sanngjarnra viðskifta undir eftirliti landsstjórnarinnar, samkvæmt lögum þeirrar stofnunar. Og þótt stjórnin sje deig og viljalítil í þessum efnum, ætti henni þó altaf að vera innan handar að fá hrein fasteignatryggingarlán (jarðaveð) færð í lögmælta vaxtagreiðslu úr 7%, sem nú er komið í.

Skal jeg þá fara nokkrum orðum um efni tillögunnar, og sýna fram á, að með henni sje stefnt í rjetta átt og að rjett sje að bæta vaxtakjör til landbúnaðarins, eins og farið er fram á.

Hjer er best að hafa ti1 leiðbeiningar, sem er almennur mælikvarði á vaxtakjör og lánaflokkun: Hverjar eru tryggingarnar og ti1 hvers er verið að 1ána. Maður þarf ekki annað en minnast á lögmælta hámarksvexti af lánsfje gegn fasteignatryggingu, veðdeild Landsbankans, ræktunarsjóðinn, viðlagasjóð og fleiri slíka sjóði, til þess að sjá, að bæði þessi atriði koma mjög til greina í lánveitingareglum íslenskrar löggjafar. Fjármála- og viðskiftaglundroði síðari ára hefir aftur á móti raskað þessum sjálfsögðu reglum, er verða sem allra fyrst að komast í rjett horf á ný.

Fjárkreppan, sem nú er að koma öllu í vandræði, er jafnvel að mestu leyti kend óvarlegum og stórum lánveitingum til áhættumikilla og ótryggra fyrirtækja. Þar rekur hvað annað, síldin, trollararnir, húsabyggingar í kaupstöðum, óviss verslunarfyrirtæki og „ýmsar spekúlationir“.

Þetta er syndaregistur viðskifta- og fjármálalífsins. Sumt af því, er upprunalega gat talist forsvaranlegt, hefir að vísu gefist ver en gera mátti ráð fyrir, og sjerstök óhöpp átt sjer stað. En til margs hefir verið stofnað í þessum efnum, sem frá öndverðu hefir verið óráðlegt og óforsvaranlegt, og hlaut að enda með ósköpum. Alt á það sammerkt um það, að vera áhættusamt og ótrygt. — Landbúnaðurinn er aftur á móti sá atvinnurekstur, sem býður bestar tryggingar og hann er þess eðlis, að honum fylgir lítil áhætta, eins og hann er eigi heldur neinn uppgripaatvinnuvegur. Það er því margra hluta vegna, að hann á ekki samstöðu við önnur fyrirtæki. Fasteignatryggingarnar eru meir og meir að verða ólíkt á sig komnar. Nægir að nefna þar til dæmis veð í jarðeign og hins vegar veð í skipum sumra trollarafjelaganna, eða t. d. húsum í Reykjavík, sem bygð eru í spekúlaions-skyni. — Með jarðarveði fær lánstofnunin góða tryggingu. Með hinum veðunum varúðarverða tryggingu og fyrningu undirorpna. Lánveitingar, sem vel trygð skuldabrjef eru fyrir, styrkja hana inn á við og út á við. Lánveitingar með veikri eða óvissri tryggingu spilla lánstrausti stofnunarinnar og gera hana valta á fótum og geta fyr en varir, bakað henni stórskaða. Alls þessa verða þeir að gjalda, sem bjóða góðar tryggingar, en settir eru á bekk með hinum. Þennan reikning þarf að gera upp. Það þarf að flokka fasteignatryggingarnar eftir því, hvers konar þær eru. Bestu lánskjörin eiga að fást þar, sem bestar tryggingar eru boðnar. Bóndi, sem kaupir á býli sitt eða gerir þar jarðabætur gegn veði í jörðinni, þolir ekki og verðskuldar ekki sömu 1ánskjör og t. d. trollara- eða síldarfjelag, sem má ske aldrei var stofnað til af viti.

En þessi munur á tryggingunum nær auðvitað lengra en til fasteignanna. Það er auðsætt, að bóndi, sem er leiguliði, en þarf smálán og tryggir það fullkomlega, svo að um enga áhættu er að ræða fyrir lánsstofnunina, verðskuldar ekki að vera, hvað lánskjör snertir, settur á bekk með örvæntu síldarfjelagi, tryggingarlausu og úrkula vonar um að geta staðið í skilum, með kann ske 1/2 miljón króna skuld til banka, er vegna slíkra lánveitinga verður að neita sjálfsögðustu og best trygðu lánbeiðnum þeirra, sem ekki biðja um hjálp til annars en þeir þurfa til sinnar nægjusömu sjálfbjargar. Einnig þarna þarf að gera upp á milli, af því það er bæði rjettlátt og nauðsynlegt.

Ef ekki verður breytt um stefnu í þessum efnum, gæti svo farið, að bankarnir sætu að síðustu uppi með eintóm vandræðalán, en hinum yrði vísað á bug.

Eins og jeg drap á, hafa lánskjörin einnig verið undir því komin, til hvers fjenu skyldi varið. Þetta sýnir ræktunarsjóðurinn meðal annars. Allar peningastofnanir vorar hafa komist á í því augnamiði, að verða til þjóðnytja. Sú stofnunin, sem helst hefir verslunarkeim, Íslandsbanki, hefir einnig fengið bendingar um þetta, samkvæmt löggjöf þeirri, er hann býr við. Á Landsbankanum hvílir sú skylda vitanlega enn þá brýnni. Þegar þess er gætt, að það fer mjög saman, að peningavelta bankanna eykst hröðum skrefum frá ári til árs, og húsabyggingar í kaupstöðum, trollaraútvegur, sí1darútvegur og fleiri þesskonar vex framúr hinum fyrri atvinnuvegum, landbúnaði og bátaútveg, er auðsætt, hvert fjárafla þeim, sem landsmenn eiga yfir að ráða, er stefnt. Öll þessi nýbreytni hefir orðið til þess, að kaupstaðirnir, og þá fyrst og fremst Reykjavík, hafa í skjóli bankanna vaxið yfir sig, dregið mannafla og þrek frá sveitunum, án þess þó að geta verið sjálfum sjer nógir. Þetta er hið mikla öfugstreymi peninganna. Því fleiri kaupstaðahús, sem reist eru handa fólki, er nýtur stopullar eða engrar atvinnu, því ver er því bæjarfjelagi gert til. Reykjavík væri farsælli bær ef hún væri minni, en betur grundvölluð, og atvinnuvegum bæjarins betur stilt í hóf. Þá ætti hún að baki sjer bændalýð, er betur gæti hlaupið undir bagga, er þrengir fyrir dyrum. — Peningar hafa fengist, án tillits til þess, til hvers þeim hefir verið varið, og ekki gerður greinarmunur góðs og ills. Ef þetta á að geta í breyst til batnaðar, þarf að átta | sig á, hvað helst verður gert til þjóðþrifa, og styðja þjóðþrifin með afli þeirra hluta, sem gera skal, peningunum.

Ef íslenskar sveitir leggjast í auðn, hlýtur þessi þjóð einnig að glatast. Bæri að einu um það, hvort sem landið yrði heldur autt og yfirgefið eða fiskiver við nokkrar hafnir og ekki annað. Bændastjett landsins hefir varð veitt þjóðina og þjóðernið í margar aldir, og hefir þó oft skygt í álinn. Það hið sama getur hún gert enn um aldaskeið, ef hún fær að lifa. En til þess þarf hún aðhlynningar og rjettsskilnings þeirra, sem ráða kjörum hennar. Eitt af því, er háir þeirri stjett nú, eru fjárhagslegir erfiðleikar, sem hún á við að búa. Ekki kann ske svo mjög, að almenningur eigi ekki kost á að fá þá peninga, sem nauðsynlegir eru til næsta mánaðarins. En það er alt með svo þunglamalegu og erfiðlegu fyrirkomulagi, að slíkt er að verða ofraun. Hinn síðgróni íslenski jarðvegur greiðir ekki háa vexti og mikla afborgun á fyrsta ári af því, sem til hans er kostað. Af því fje, sem verja skal til þarfa bændanna, má ekki heimta hærri vexti nje meiri afborganir en atvinna þeirra getur staðið straum af. Þar eru engin uppgrip, en víst lífsviðurværi. Að lána bændum til búskapar til stutts tíma, með framlengingargjaldi og sömu vöxtum og lánað er fje í síldar- og trollaravandræðin, er rangt og skað1egt. Slík lán verða, þótt þau sjeu ekki í víxlaformi, einskonar hengingarvíx1ar, sem jeg hefi orðið var við, að sumir háttv. deildarmenn álitu hjerna á dögunum guðlasti næst að nefna, og skildu alveg bókstaflega, hjeldu, að átt væri við hálsinn á ákveðnum náungum. Það er ekki, heldur er s1íkt fyrirkomu1ag, ef haldast ætti, banaráð við heillavænlegustu stjett landsins.

Jeg vil því með till. gera mitt til þess, að bændum verði útveguð þau lánskjör, sem eru við þeirra hæfi og þeir fá undir risið, lækkaða vexti og 1engdan lánstíma, eins og á sjer stað um landbúnaðarlán annarsstaðar en hjer.

Þar sem þarfir landbúnaðarins eru enn sem komið er litlar í samanburði við t. d. trollaraútveginn, er vitanlega því auðveldara að sjá honum borgið á hagfeldan hátt.

Þessar umbætur á vaxtakjörum landbúnaðarins ættu að vera þeim mun auðveldari, sem það er vitanlegt, að bankarnir hafa nú á síðari árum grætt drjúgum fje. Íslandsbanki úthlutað háum arði þrátt fyrir alt, og Landsbankinn líka verið góð verslun. Þessi bankagróði má alls ekki eiga sjer stað á ósanngjarnan kostnað viðskiftmannanna. Er hæstv. landsstjórn falið með tillögu þessari að láta bankana bæta bændum landsins órjett, sem þeir hafa orðið fyrir í þessum efnum. Veit jeg, að skynsamir menn, er fremur eru málsvarar annara atvinnuvega, svo sem kaupstaða og sjávarútvegs, muni sjá, að jeg vil alls ekki halla á þá með því að halda fram rjetti hinna. Það er rætt og deilt um seðlaútgáfuna og úr1ausn fjárkreppumálanna gagnvart öðrum ríkjum. Þetta er hvorttveggja mjög mikilsvert. En jafnvel mikilsverðasta atriði fjármálanna er að mestu órætt og í óreiðu, en það er sterkt og víðsýnt eftirlit og yfirlit allra peningamálanna inn á við. Hvernig á peningunum skuli haldið og hvaða atvinnuvegir verðskuldi helst aðhlynningu og hverjir síst. Meðan þing og stjórn hefir ekki komið auga á þetta meginatriði, er ekki góðs að vænta í þeim efnum.