19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í D-deild Alþingistíðinda. (3815)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Magnús Jónsson:

Jeg vil aðeins mótmæla því, að þau orð sjeu rjett, að hæstv. forseti sje vanur að lýsa yfir því, að hann skoði bókina samþykta án atkvgr., af því hún hafi legið frammi sinn lögmæta tíma. Jeg hefi ávalt heyrt hann segja: „ef enginn hefir við bókunina að athuga, þá verður bókin undirrituð“. Þess vegna er það fjarstæða hjá hv. þm. Ak. (M. K.), að bókin liggi frammi til þess, að Pjetur og Páll, auðvitað þingmenn, geti gert þar við hana sínar athugasemdir Annars er þessi athugasemd alls ekki um bókunina, heldur um það, hvort forseti hafi lýst rjettum úrslitum á fundinum. (M. K.: Þingmaðurinn hefir ekki skilið, hvað jeg sagði). Hv. þm. Ak. (M. K.) hefir víst ekki skilið, hvað hann hefir skrifað undir. En eigi þessum þingmönnum að haldast þetta uppi, skilst mjer, að í bókina megi rita alla hluti.