05.04.1921
Neðri deild: 35. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (392)

2. mál, erfðafjárskattur

Frsm. (Jakob Möller):

Það er ekki nefndin, heldur stjórnin, sem hefir leitt asnann í herbúðirnar með kjörbörnunum. Mönnum er í sjálfsvald sett að ákveða skattinn, með því að ættleiða þá, sem þeir vilja arfleiða. En nefndin hefir ekki viljað hlaða undir þessa ættleiðslu, og hefir því komið með tillögu sína. Ef kjörbörnin hefðu ekki verið, hefði tillaga nefndarinnar aldrei komið fram. Nefndin sjer ekki ástæðu til að gera greinarmun á kjörbörnum og fósturbörnum, en það vill stjórnin, og í því liggur ágreiningurinn.