05.04.1921
Neðri deild: 35. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (395)

2. mál, erfðafjárskattur

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg fór ekkert inn á það svið, hvaða ást og umhyggju fósturforeldrar sýna fósturbörnum sínum; jeg ræddi málið að eins frá lagalegu sjónarmiði. En það er vitaskuld fjarstæða, að það út af fyrir sig, hvort barn er kallað í arfleiðsluskrá fósturbarn eða ekki, sje mælikvarði fyrir ást og umhyggju foreldranna, er fóstrið veita, og þetta sýnir ekki heldur neitt um, hvort sambandið milli uppeldisbarns og uppeldisforeldra er innilegt.