08.04.1921
Neðri deild: 38. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 437 í B-deild Alþingistíðinda. (636)

47. mál, tollalög

Jón Þorláksson:

Okkur flm. er enginn greiði gerður með því að láta brtt. koma nú til atkv. Mjer skilst, að ef þær væru feldar nú, þá mætti ekki bera þær aftur undir atkv., þótt málið kæmi hjer til einnar umr. síðar á þinginu. Jeg álít því rjettast að taka brtt. aftur nú. Háttv. Ed. getur tekið þær upp, ef henni sýnist svo. En geri hún það ekki, þá er opin leið að taka þær upp við eina umr. hjer, sem sjálfsagt má gera ráð fyrir að málið fái. Jeg vil skjóta því til háttv. þm. Str. (M. P.), hvort hann geti ekki fallist á þetta.