23.04.1921
Efri deild: 50. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 893 í B-deild Alþingistíðinda. (967)

28. mál, bifreiðaskattur

Guðmundur Guðfinnsson:

Jeg get ekki gengið inn á, að það sje rjett, sem hæstv. fjrh. (M. G.) sagði um skattinn á bifreiðum erlendis. Að minsta kosti geri jeg ráð fyrir því, að þar sje þá eingöngu um „luxus“ -bifreiðar að ræða.

Það stendur líka alt öðruvísi á hjer en erlendis með vjelar þær, sem bifreiðarnar eru reknar með. Sökum örðugra vega verða þau að vera tiltöluega miklu kraftmeiri hjer en þar sem skatturinn er lagður á eftir hestorku vjelanna, þá yrði gjaldið vitanlega miklu hærra.