25.04.1922
Efri deild: 51. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 891 í B-deild Alþingistíðinda. (1027)

89. mál, aðflutningsbann á áfengi

Sigurður Hjörleifsson Kvaran:

Jeg stend upp til að láta það álit mitt í ljósi, að jeg tel það illa farið, að stjórnin skuli hafa lagst undir höfuð að afla sjer upplýsinga um þetta atriði. Sama er og að segja um viðskiftamálanefndina.

Stjórn og viðskiftamálanefnd verða að bera ábyrgð á þeim viðskilnaði, er verður á samningum viðvíkjandi aðstöðu okkar til Dana. Jeg tek ekki á mig ábyrgð á því, er af því kann að leiða.

Eins og háttv. frsm. (H. St.) tók fram, þá höfðum vjer gott af því að standa með Dönum í þessu máli, þar sem þeir studdu oss með ráðum og dáð. Er því þýðingarmikið að hafa fulla vissu um það, hvort vjer erum skildir frá Dönum eða ekki í þessu máli.