20.02.1922
Neðri deild: 5. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í C-deild Alþingistíðinda. (1094)

22. mál, umræðupartur Alþingistíðinda

Jakob Möller:

Jeg átti von á því, að hv. fjármálaráðh. stæði upp til þess að leiðrjetta misskilning, sem kom fram hjá hv. flm. þessa máls. En hann hefir nú ekki gert það, þótt hann hafi hlotið að heyra, hvað flm. sagði, og því verð jeg að leiðrjetta hann, því að mjer þykir leiðinlegt að láta það sjást ómótmælt í ræðu hans, jafnvel þótt hún komist kannske aldrei á prent. Hann sagði nefnilega, hv. flm., að hv. fjármálaráðh. hefði sagt í ræðu sinni, að ekki hefði verið hægt að fá hærra lán í Englandi en það, sem stjórnin tók. En það er, ef ekki öllum, þá að minsta kosti fjölda manna vitanlegt, að tilboð kom fram um helmingi hærra lán. Jeg vildi að eins leiðrjetta þennan leiða misskilning, úr því að hæstv. fjármálaráðh. hummaði það fram af sjer.