15.03.1922
Neðri deild: 23. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 64 í C-deild Alþingistíðinda. (1146)

30. mál, fjárhagsár ríkissjóðs

Gunnar Sigurðsson:

Jeg ætla mjer ekki að taka fram fyrir hendurnar á háttv. frsm. nefndarinnar (J. Þ.), en get þó ekki látið ómótmælt, að allshn. hafi ekki athugað frv. ítarlega og þær breytingar, sem það hefir í för með sjer. Oss var það ljóst, að þörf yrði að breyta jafnframt þingtímanum, þótt jeg fyrir mitt leyti hafi óttast, að það kynni að verða frv. að fjörlesti.

Annars tel jeg það höfuðkost á frv., að ýtt er með þessu undir starfsmenn ríkisins að gera fljót reikningsskil. Er það að mínu áliti mikils virði fyrir bæði starfsmenn ríkisins og sjálft ríkið. Annars hefi jeg ávalt búist við því, þótt mikið vit sje í þessu frv., að breyting þingtímans yrði því að fjörlesti, enda hefir það komið ljóst fram hjá hv. 1. þm. S.-M.