11.03.1922
Neðri deild: 20. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 126 í C-deild Alþingistíðinda. (1174)

45. mál, frestun á framkvæmd laga um fræðslu barna og laga um skipun barnakennara og laun þeirra

Magnús Jónsson:

Háttv. þm. Borgf. (P. O.) tók hart á meinlausri till. frá mjer, þess efnis, að mentamálum væri vísað til mentamálanefndar. En jeg vil benda þessum hv. þm. (P. O.) á það, að það er annað, sem er gagnstætt þingvenjunni, og það er að nefndir komi með mál, sem heyra undir aðrar nefndir. Er það jafnfráleitt af fjvn. að bera fram þetta frv. og það væri, ef mentmn. kæmi fram með frv. um frestun síldarmatslaganna. Hv. fjvn. á því upptökin að því að breyta hjer móti þingvenju, og verður að þola, að því sje haldið áfram.

Háttv. frsm. (B. J.) sagði, að fyrir nefndinni vekti eingöngu breyting á fræðslukerfinu, en það væri ekki fram komið fjárhagsins vegna. — Sýnist því dálítið einkennilegt, að mentmn. fái ekki að segja álit sitt um málið.