11.03.1922
Neðri deild: 20. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 131 í C-deild Alþingistíðinda. (1180)

45. mál, frestun á framkvæmd laga um fræðslu barna og laga um skipun barnakennara og laun þeirra

Magnús Pjetursson:

Út af fyrirspurn hv. þm. Ísaf. (J. A. J.) þá skal jeg skýra frá því, að hv. fjvn. hefir ekki tekið aðra ákvörðun um þetta efni en þá, að veita allháa upphæð til kaupstaða- og kauptúnaskóla, en hefir enn ekki tekið ákvörðun um það, hve há hún skuli verða.