04.03.1922
Neðri deild: 14. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 587 í C-deild Alþingistíðinda. (1597)

43. mál, leggja jarðirnar Árbæ og Ártún í Mosfellshreppi og Breiðholt, Bústaði og Eiði í Seltjarnarneshreppi

Flm. (Jakob Möller):

Það þarf ekki mörg orð til þess að skýra þetta frv., því allar ástæður þess eru fullkomlega taldar í greinargerð þess.

Frv. þetta er samið af bæjarstjórn Reykjavíkur, og hefir hún falið þingmönnum sínum að flytja það á þinginu.

Í fám orðum eru ástæðurnar þær, að jarðir þær, sem nefndar eru í frv., eru eign Reykjavíkurbæjar og áfastar lögsagnarumdæmi hans, og þarf bærinn nauðsynlega að nota þær til eigin þarfa; það hlýtur því að sjálfsögðu að vera ósk bæjarstjórnar, að þær leggist við lögsagnarumdæmið.

Jeg geri ráð fyrir því, að hv. deild vísi málinu til nefndar, og vil gera það að till. minni, að það fari til allsherjarnefndar.