06.03.1922
Efri deild: 14. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í D-deild Alþingistíðinda. (1706)

42. mál, landhelgisgæsla

Halldór Steinsson:

Þetta er svo mikilsvert mál, að leitt væri, ef hv. deild gæfist ekki kostur á að athuga það grandgæfilega, en slíkt væri ekki hægt, ef ætti að hraða því svo mjög að afgreiða það með 2 umr. nú þegar. Það getur varla talist átölulaust að bera jafnáríðandi mál sem þetta svo seint fram, að ekkert ráðrúm sje til athugunar. Mjer skildist á hæstv. forseta, að málinu væri ekki hleypt í strand, þótt það biði til morguns, og væri sá frestur betri en enginn.