22.04.1922
Neðri deild: 53. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 126 í D-deild Alþingistíðinda. (1821)

88. mál, saga Alþingis

Jakob Möller:

Jeg skil ekki þessar deilur, sem hjer hafa orðið. Mjer virðist allir vera sammála um að gera það, sem í till. felst, og eftir síðustu ummælum hv. 1. þm. Skagf. (M. G.) er brtt. ekki borin fram til þess að banna stjórninni að eyða fje til þessa á yfirstandandi ári. En hvernig svo sem farið verður með málið, koma vitanlega allar fjárgreiðslur til þessa til þingsins kasta, annaðhvort í fjárlögum eða fjáraukalögum, og hve nær sem slíkar fjárveitingar koma til umræðu, getur þingið tekið til athugunar gerðir stjórnarinnar í málinu. En það er aðalatriðið, og þetta er því deila um skegg keisarans, úr því að allir eru sammála um aðalatriðið og vilja láta skrifa sögu Alþingis. Því mun jeg greiða atkv. með þingsályktunartillögunni óbreyttri.