19.04.1922
Neðri deild: 50. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í B-deild Alþingistíðinda. (256)

1. mál, fjárlög 1923

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Það þýðir ekkert að vera að þrátta frekar um þetta efni. Aðeins vil jeg benda háttv. 1. þm. Skagf. (M. G.) á það, að jeg sagði aldrei, að eitthvert þing kynni ekki að hafa verið ósparsamara en þetta, heldur aðeins að síðasta þing hefði ekki verið það. Annars býst jeg ekki við, að neinu verði breytt hjeðan af í þessu efni, og virðist frekari umr. því óþarfar um það, en benda vil jeg hv. 1. þm. Skagf. (M. G.) á það, að það er misskilningur hjá honum að miða við tekjuhallann í fyrra, sem var 2 miljónir. Hið eina, sem rjett er að bera saman, er aðalgjaldaupphæð fjárlaganna, og sú upphæð var samkv. stj.frv. aðeins rúmri miljón lægri en í fjárlögunum 1922, (M. G.: Nei, 1½), og mun það sem næst svara til verðstuðulslækkunar.