11.04.1922
Efri deild: 42. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 515 í B-deild Alþingistíðinda. (481)

37. mál, dýraverndun

Einar Árnason:

Jeg tók það fram við 2. umr. þessa máls, að jeg feldi mig ekki við, að lögleitt yrði, að allan búpening skyldi aflífa með skoti. En þar sem nú hæstv. stjórn hefir lýst því yfir, að hún muni setja í reglugerðina ákvæði um, að einnig megi aflífa búpening með rothöggi, get jeg greitt atkvæði með frv. eins og það liggur fyrir. Jeg vil ekki standa í vegi fyrir því, að þær slátrunaraðferðir, sem hjer hafa tíðkast, sjeu bættar, þótt jeg búist hinsvegar ekki við, að þessar reglur nái fyrst um sinn tilgangi sínum.

Jeg teldi nauðsynlegt, að stjórnin gæfi í reglugerðinni frest þangað til þetta kæmi í framkvæmd, helst alt að tveim árum. Því að víða eru ekki til áhöld, svo hægt sje að fullnægja þessum reglum nú fyrst um sinn.