27.03.1922
Neðri deild: 33. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (738)

51. mál, skattur til sveitarsjóðs af lóðum og lendum í Húsavíkurhreppi

Ingólfur Bjarnarson:

Vjer flm. frv. höfum athugað nál. hv. fjhn. á þskj. 140 og getum látið í ljós þakklæti vort til háttv. fjhn. fyrir góða meðferð á frv.

Þá vil jeg víkja örfáum orðum að brtt. nefndarinnar. 1. brtt. er um það að færa lágmarksgjaldið úr 5 kr. niður í 2 kr.

Þó slíkt skifti ekki miklu máli eins og ástæðum er nú háttað, þá get jeg fallist á, að breyting þessi nái fram að ganga. 2. brtt. kveður á um það nánar, hverjir eigi að greiða skattinn, hvenær, og að hann hafi lögtaksrjett. Alt er þetta til skýringa og fremur til bóta. Þó hefðum við flm. kosið annað orðalag á a-lið þeirrar brtt., og má vera, að við komum með brtt. um það til 3. umr. 3. brtt. er einnig skýring og kveður á um, hverja megi kjósa í jarðeignanefnd.

Jeg vil taka það fram, að jeg hefi borið mig saman við hreppsnefnd Húsavíkurhrepps um þessar breytingar, og hefir hún fallist á þær.

Annars mun óþarfi að ræða þetta mál frekar. Við flm. óskum þess, að hv. deild samþykki brtt. og frv. til 3. umræðu.