08.04.1922
Efri deild: 40. fundur, 34. löggjafarþing.
Sjá dálk 707 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

69. mál, skemmtanaskattur

Forsætisráðherra (S. E.):

Jeg skal lýsa því yfir, að stjórnin vill með ánægju verða við till. nefndarinnar að hafa aðgæslu við staðfestingu slíkra reglugerða, og er jeg alveg sammála háttv. frsm. um þetta mál.

Stjórnin mun gæta þess, að í þeim reglugerðum, er hún staðfestir, sjeu ekki ákvæði, sem heimili að leggja skatta á íþróttaiðkanir og ýms menningarmeðul, svo sem fyrirlestra um fræðandi efni og því um líkt; yfirleitt felst stjórnin algerlega á tillögur nefndarinnar í þessu efni.