04.05.1923
Efri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1835 í B-deild Alþingistíðinda. (1691)

93. mál, vegir

Forsætisráðherra (SE):

Þegar jeg var sýslumaður í Mýrasýslu stundi sýslan undir vegaviðhaldinu. Viðhaldið var svo mikið, að það fór svo að segja alt fje sýslunnar í það. Jeg sá það þá, að það var óhjákvæmilegt, að ríkissjóður tæki kostnaðinn á herðar sjer. Hvað snertir hinn liðinn, þá þarf jeg eigi að tala um hann. Jeg mundi hafa greitt atkvæði með till. háttv. 2. þm. SM., ef jeg hefði eigi heyrt hæstv. atvrh. (KIJ) segja það, að með henni væri frv. stefnt í voða. En þar sem hæstv. atvrh. hefir gefið þá yfirlýsingu, að krafan skuli tekin til greina á næsta ári, þá virðist mjer, að hv. 2. þm. S.-M. megi vel við una.