25.04.1923
Neðri deild: 50. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1910 í B-deild Alþingistíðinda. (1797)

9. mál, vatnalög

Bjarni Jónsson:

Viðvíkjandi sannleiksræðu háttv. 1, þm. S.-M. (SvÓ) vil jeg taka það fram, að hann kom ekki með allan sannleikann fremur venju, eða rjettara sagt aðeins lítið af honum. Fjáraukalögin voru fyrst afgreidd í gær, og hafa því altaf verið fundir þangað til í fjvn. Þetta er allur sannleikurinn. Hafi honum fundist nægur tími til þess að halda fundi í vatnamálanefndinni, hefir það líklega verið eitthvað annað en fossaniður, sem hefir látið í eyrum þessa háttv. þm. Hann sagði, að hann hefði oft beðið um fárra mínútna fund. Sagði hann það vera nægan tíma til þess að kljúfa nefndina og til þess að leggja fram þetta nál. sitt, er hann hafði þegar klofið nefndina fyrirfram. Fundi til þess að ræða málið sameiginlega í nefndinni hefir þessi þm. því alls eigi viljað.