05.05.1923
Neðri deild: 58. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (1818)

9. mál, vatnalög

Frsm. minni hl. (Jón Þorláksson):

Hv. 1. þm. S.-M. (SvÓ) er að því leyti enn sjálfum sjer samkvæmur, að hann hefir altaf verið ósveigjanlegur til samkomulags. Það hefi jeg hins vegar ekki verið. Og þó jeg sje ekki ánægður með frv. að ýmsu leyti, tel jeg, að það verði nothæf vatnalög, ef það verður samþykt. Ef um ósamræmi er að ræða milli 2. gr. og frv. á eftir, held jeg, að það gæti heldur ekki haft aðrar verkanir en þær, að framtíðin skoðaði sig sem óbundnasta um það, hvaða fræðiskilningur yrði ofan á í þessu efni. Í sjálfu sjer væri jeg þó ekki mikið á móti því að láta málið bíða dálítið. En úr því sem komið er, mundi lítið vinnast við það, nema framhald á deilunum; að minsta kosti mundi jeg að sjálfsögðu halda áfram að halda fram fullum og öllum mínum skilningi á málinu Og þó jeg hafi ekki í einstökum atriðum fengið þau vatnalög, sem jeg teldi æskilegust. mun jeg þó greiða málinu atkvæði mitt.