02.05.1923
Neðri deild: 55. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1712 í B-deild Alþingistíðinda. (1848)

124. mál, friðun á laxi

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg verð að þakka háttv. 1. þm. Árn. (EE), að hann hefir tekið brtt. sína aftur, og vænti jeg því þess, að hún geti ekki lengur haft áhrif á skoðanir þeirra, er greiddu atkvæði með frv. við 2. umr. Ástæðurnar eru enn þá hinar sömu, og vona jeg, að háttv. deild trúi því, að allsherjarnefnd gangi ekki annað en gott eitt til að leggja með frv. Í nefndinni eru 2 menn nákunnugir staðháttum þar eystra, jeg og háttv. 3. þm. Reykv. (JÞ), og er nefndin samþykk okkur, að sjálfsagt sje að veita þessa undanþágu, enda fjelst hv. þm. Borgf. (PO) á, að rök okkar væru rjett. Það má að vísu segja, að þær laxakindur, sem slæðast í net, gangi ekki lengra, en þessi undanþága getur ekki haft nein áhrif á göngu laxins yfirleitt.