02.03.1923
Efri deild: 8. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 23 í C-deild Alþingistíðinda. (1879)

3. mál, hjúalög

Jónas Jónsson:

Þar sem jeg sagði, að unnið sje hjer á þinginu móti heildarlögum, á það við fleiri mál en þetta. Var því ekki mótmælt af frsm. nefnarinnar (JM), og veit jeg, að hann sjer, að hjer er um stefnumál að ræða. Og í sambandi við þétta má benda á vatnalögin. Hafa þau nú legið fyrir fimm þingum, og hefði vitanlega mátt afgreiða þau miklu fyr. Er það dæmi upp á, hvernig vinnubrögð eiga ekki að vera, þar komu fram beiskar endurminningar hjá háttv. frsm. (JM), þegar hann fór að tala um stjórnarfylgið. Mun hann hafa munað þá dagana, er hann skorti slíkt fylgi tilfinnanlega, og var ekki laust við, að hann öfundaði núverandi stjórn af vinsældunum. Annars virðist hann halda, að ekki sje hægt að fylgja góðu, vel undirbúnu máli, nema af fylgi við stjórnina.