05.04.1923
Neðri deild: 34. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í C-deild Alþingistíðinda. (1955)

79. mál, aukauppbót vegna sérstakrar dýrtíðar

Jakob Möller:

Það er að eins eitt atriði, sem jeg ætla að svara í ræðu hv. 1. þm. Skagf. (MG), enda þótt hann ætti þar ekki við mig, því þau orð lutu að ræðu samþm. míns, 2. þm. Reykv. (JB). Hann kvaðst skilja mjög vel afstöðu hans í þessu máli, því að hann vildi láta öll vinnulaun hækka. Það er misskilningur, að hjer sje verið að tala um launa hækkun. Hjer er aðeins um það að ræða, hvort launin eigi að lækka eins mikið og þau mundu gera, ef dýrtíðaruppbótin væri látin standa óbreytt eins og hún hefir orðið samkvæmt verðlagsskrá. Hins vegar lækka þau að talsverðum mun, en hækka ekki, frá því sem þau voru síðastl. ár, enda þótt þessi sanngjarna uppbót verði samþykt.