07.05.1923
Neðri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 290 í C-deild Alþingistíðinda. (2143)

58. mál, kosningar til Alþingis

Bjarni Jónsson:

Eins og háttv. 1. þm. Skagf. (MG) hefði vel mátt sjá efst á þskj. 576, þá eru till. mínar þar varatill. það, sem veldur því, að jeg hefi gengið svo langt til samkomulags, er það, að fái jeg ekki framgengt þeim vilja mínum, að hver kjósandi eigi kost á að neyta kosningarrjettar síns, þá vil jeg þó heldur, að eins margir eigi það og frekast er unt. Fái jeg í þessu efni ekki það besta kjósendum til handa, þá vil jeg það næstbesta, fremur en að engu verði um þokað.