16.03.1923
Neðri deild: 21. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 956 í C-deild Alþingistíðinda. (2755)

39. mál, vörutollur

Gunnar Sigurðsson:

Jeg hefi getið þess áður í sambandi við þetta mál, að nokkrir menn innan Framsóknarflokksins hefðu haft í huga að bera fram frv. um verndartolla á nokkrum vörutegundum. En nú hafa till. hv. fjhn. snúist í þessa átt, og getum við því vel sætt okkur við þær. Einungis harma jeg, að ekki skyldi vera lækkaður tollur á silki og glysvarningi, en slíkt mætti gera með brtt. við 3. umr. málsins.

Jeg tel gott, ef þessi tollur yrði til þess, að útflutningsgjaldið yrði lækkað í framtíðinni, því það er óeðlilegt og ósanngjarnt gjald, þótt nauður hafi rekið til þess að halda því til þessa.