23.03.1923
Efri deild: 25. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í C-deild Alþingistíðinda. (2950)

69. mál, bæjarstjórn á Seyðisfirði

Frsm. (Jón Magnússon):

Mjer skilst, að hv. 5. landsk. þm. (JJ) rugli talsvert saman. Óbeinir skattar koma þessu máli alls ekki við. Ef ríkið ætlar að nota fasteignir sem skattstofn, þá getur það ekki á sama tíma gefið það eftir, að hann sje notaður upp, án þess að nokkuð sje eftir. Hjer er bygt á því, að ríkissjóður færi hann sjer í nyt, eins og nú. Það er rangt að blanda saman beinum sköttum og óbeinum. Jeg held, að rjettast væri, að skattur væri lagður á í einu lagi og væri svo sveitafjelögum eða bæjarfjelögum leyfður hluti af honum. En hitt er ómögulegt, að um leið og samin eru lög um fasteignaskatt af lóðum í ríkissjóð, þá sje sveitafjelögum leyft að taka slíkan skatt, sem hjer ræðir um. Ef jeg hefi ekki misskilið þetta hjá hv. 5. landsk. þm. (JJ), þá er það meira en lítill ruglingur hjá honum.