11.05.1923
Efri deild: 59. fundur, 35. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í D-deild Alþingistíðinda. (3040)

158. mál, póstflutningar

Flm. (Jónas Jónsson):

Jeg skal ekki tefja fundinn lengi með umr. um þetta mál.

Þáltill. fer fram á, að stjórnin láti undirmenn sína á póstmálasviðinu rannsaka, hvort ekki megi koma póstgöngunum í betra horf, miðað við þá staðreynd, að strandferðirnar verða örari en nokkru sinni áður. Í greinargerðinni við frv. eru tekin fram þau atriði, er máli skifta. Jeg vil aðeins benda á, að flutningur póstsins á hestum verður altaf hægfara um landið. En það er hættulegt bæði andlegu og fjárhagslegu lífi þjóðarinnar. Það munu allir vera sammála um, að hjer þurfi að breyta til bóta.

Í sambandi við það, hvort breytingin yrði ekki of dýr, má geta þess, að það mundi mega flytja póstinn í ljettari umbúðum en gert hefir verið. Hann hefir verið fluttur í koffortum, sem eru 1/3 þyngdarinnar. Töskur mætti nota þegar um skemra ferðalag er að ræða. þær er víst farið að nota, en þær eru óhentugar til að senda póstinn í löngum flutningi. Aðalatriðið er að rannsaka, hvort ekki megi koma póstflutningum haganlegar fyrir en verið hefir, svo þjóðin fái póstinn oftar, og hvort það þurfi að verða miklu dýrara.